Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Joseph Stiglitz í Háskóla Íslands í gær en á vef HÍ má nú finna upptöku frá fyrirlestrinum.

Á vef HÍ má finna eftirfarandi umfjöllun um fyrirlesturinn:

Eins og kunnugt er gerðu íslensk stjórnvöld lánasamning við AGS í nóvember s.l. sem byggir á forsendum þess tíma. Eftir afgreiðslu fyrsta hluta lánsins frá sjóðnum hefur frekari greiðslum verið frestað ítrekað.

Lítil umræða hefur verið um hver raunveruleg áhrif sjóðsins eru hér og að hve miklu leyti aðgerðir stjórnvalda og áætlanir um niðurskurð í ríkisútgjöldum eru samkvæmt kröfum sjóðsins - eða yfirleitt hverjar kröfur sjóðsins eru. Þá hefur lítið verið fjallað um forsendur lánsins.

Að loknum fyrirlestrinum hófst panelumræða þar sem fram komu Ársæll Valfells lektor, Gylfi Zoega prófessor, Jón Daníelsson prófessor og Lilja Mósesdóttir alþingismaður. Egill Helgason stýrði umræðum.

Sjá nánar á vef HÍ.