Hækkun hlutabréfa á markaði í Evrópu í daga voru leidd af fyrirtækjum í málmiðnaði eftir að stálframleiðandinn ArcelorMittal, sem hækkaði um 4,2%, greindi frá hagnaði umfram væntingar.

Hækkun HSBC Holdings um 3,3% hefur ekki verið meiri í þrjú ár en hækkunin kom í kjölfar yfirlýsingar um að lán til orkufyrirtækja hefði reynst rétt ákvörðun og vegið upp að hluta tap á þriðja ársfjórðungi vegna lána á bandaríska húsnæðismarkaðinum.

Fyrirtækið Q-Cells, sem meðal annars framleiðir orku úr sólarorku, hækkaði einnig í verði í framhaldi af yfirlýsingum um auka orkusölu.

BP hækkaði um 2,7% og StadoiHydro um 2,3%.

Evrópska Dow Jones Stoxx 600 vísitalan hækkaði um 1% í dag. CAC-40 í Frakklandi hækkaði um 1,45%, FTSE 100 í London hækkaði um 1,2% og DAX 30 í Þýskalandi hækkaði um 0,7% samkvæmt því sem segir á fréttavef Dow Jones.