Úrvalsvísitalan fór úr himinhæðum undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Hún hækkaði um 1,74% í veltu upp á 619,5 milljónir króna og endaði í 1.090,71 stigi.

Hún hefur hækkað um 20% frá áramótum.

Gengi hlutabréfa Marel hækkaði mest eða um 2,88% í viðskiptum upp á rúmar 388 milljónir króna. Á hæla Marels kom stoðtækjafyrirtækið Össur en gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 1,90%. Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 1,44% og Haga um 0,53%.

Gengi hlutabréfa færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum lækkað um 0,89%.