Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í maí námu 4.687 milljónum. Til samanburðar nam veltan með hlutabréf í apríl 3.675 milljónum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,5% milli mánaða og stendur nú í 1068 stigum.

Mest voru viðskipti með bréf Haga 1.767 milljónir, með bréf Marel 1.581 milljónir, og með bréf Icelandair Group, 958 milljónir.

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 221 milljörðum í maímánuði sem samsvarar til 11,1 milljarða veltu á dag, samanborið við 5,5 milljarða veltu á dag í apríl.

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 159 milljörðum en viðskipti með íbúðarbréf námu 58 milljörðum. Landsbankinn var umsvifamestur á skuldabréfamarkaði með 28,8% hlutdeild, MP banki var næstur með 19,5% og þá Íslandsbanki með 17,5%.