Þeir sem hug hafa á að snæða hádegisverð með bandaríska milljarðamæringnum og fjárfestingum Warren Buffett þurfa að eiga fyrir reikningnum. Ekki er heldur hverjum sem er boðið að borðinu heldur aðeins þeim sem hafa efni á því.

Málsverður með Buffett er mögulegur. Þeir sem kjósa fremur að borga hvað sem er til að komast hjá því að þurfa að borða einir geta farið á uppboðsvefinn Ebay og boðið í málsverðinn með milljarðamæringnum. Sá fær sætið sem býður mest í. Afrakstur uppboðsins rennur hins vegar ekki í vasa Buffetts heldur til góðgerðarmála.

Í morgun var hæsta boð komið í 350 þúsund dali eða sem svarar til um 40 milljóna króna.

Bandaríska fréttastofan CNN segir hugsanlegt að miðinn eigi enn eftir að hækka. Sá sem átti hæsta boð í fyrra greiddi eina milljón dala fyrir að setjast niður með Warren Buffett. Lokað verður fyrir boð í borðhaldið á föstudag.