*

mánudagur, 25. október 2021
Erlent 1. nóvember 2015 13:31

Útbreiðsla Airbnb margfalt meiri hér á landi

3.547 gistikostir eru á skrá hjá Airbnb á Íslandi og hefur úrvalið hér á landi ríflega tvöfaldast frá sama tíma í fyrra.

Ritstjórn
vb.is

Miðað við íbúafjölda er útbreiðsla Airbnb nærri þrefalt meiri hér á landi en í Danmörku og sjö sinnum meiri en í Noregi. Þetta kemur fram í samantekt Túrista.is um útbreiðslu Airbnb hér á landi. 

Þar kemur fram að í dag eru 3.547 gistikostir á skrá hjá fyrirtækinu og að úrvalið hér á landi hafi ríflega tvöfaldast frá sama tíma í fyrra. Í Noregi eru gistikostirnir um 8 þúsund, í Svíþjóð eru þeir um tíu þúsund og 21 þúsund í Danmörku samkvæmt upplýsingum Túrista frá Airbnb.  

Í samantekt Túrista.is kemur einnig fram að fjöldi þeirra ferðamanna sem nýtir sér Airbnb hér á landi hefur aukist um 152% frá því í fyrra en á sama tíma fjölgaði gistinóttum á íslenskum hótelum um 18% á fyrstu átta mánuðum ársins samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar.

Stikkorð: Hagstofan Airbnb