Það er athyglisvert þegar litið er á tölur Hagstofunnar um útbreiðslu fréttablaða eftir útgáfutíðni á undanförnum árum, að þar virtist vera nokkurt jafnvægi fram að aldamótum, en um leið og Fréttablaðið var sett á laggirnar og annað óhóf lánsfjárbólunnar kemur á daginn má greina verulegar breytingar.

Fyrst og fremst auðvitað á dagblaðamarkaði þar sem Fréttablaðið blés út, Blaðið/24 stundir kom til sögunnar og blaðberar Mogga spýttu í lófana.

Eitt og annað gerðist svo sem á vettvangi vikublaða, en það er þó ekki fyrr en við hrun sem gæfuhjólið snýst við. Þar eru það þó ekki vikuleg fréttablöð eins og Viðskiptablaðið eða DV (sem ekki telst dagblað) sem mestu skipta, heldur vikurit á vegum stóru miðlanna.

Útbreiðsla fréttablaða
Útbreiðsla fréttablaða