Yfir helmingur útflutningsfyrirtækja á Íslandi hefur sagst hafa lent í svikum eða vanefndum í viðskiptum sínum við erlenda aðila. Þetta er niðurstaða könnunar sem Íslandsstofa framkvæmdi. Morgunblaðið fjallar um málið.

Í skýrslunni sem um ræðir kemur fram að engin stofnun hér á landi greiðslutryggi flutning. Höfundur skýrslunnar Ísak Kári Kárason segir það einsdæmi á Norðurlöndunum.

Fjármálastjóri Íslandsstofu, Ingólfur Sveinsson, segir að millifærslukostnaður hérlendis sé afar hár og dæmi séu um að greiða þurfi 30 dollara í millifærslugjald með reikningi sem er 100 dollarar.

Með tilkomu PSD2-löggjafarinnar verður þriðja aðila gert kleift aðfá aðgang að upplýsingum viðskiptavina bankanna með þeirra samþykki.