Útflutningstekjur Þýskalands minnkuðu um 1,2% í júní samkvæmt hagstofu landsins. Innflutningur jókst hins vegar um 0,3%.

Lægri útflutningstekjur má rekja til minni eftirspurnar þar sem hjól efnahagslífs heimsins snúast hægar.

Útflutningur nam 88,5 milljörðum evra en innflutningur 77 milljörðum evra. Vöruskiptajöfnuður landsins er því enn í ágætu horfi, afgangurinn um 11,5 milljarðar evra..

Samkvæmt þessum tölum stóð verg landsframleiðsla í stað á 2. ársfjórðungi.