Verðmæti útflutnings jókst um 1,8% á milli mánaða frá Bandaríkjunum í október síðastliðinum, samkvæmt nýjustu tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Hann nam 192,7 milljörðum dala í mánuðinum. Vöxtur í útflutningi hefur ekki greint í bandarískum hagtölum síðan í júní í sumar. Mestu munar um tæplega 16% hærra verði sem fékkst fyrir útflutning á olíu. Þá jókst talsvert útflutningur á sojabaunum, listmunum, skartgripum og demöntum.

Þessi þróun skilaði sér í því að viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkaði um 5,4% á milli mánaða og er það í fyrsta sinn síðan í sumar sem það gerist, samkvæmt umfjöllun netmiðilsins MarketWatch. Viðskiptahallinn nam 40,6 milljörðum dala sem er nokkurn vegin í samræmi við væntingar.