Skiptum er lokið á fyrirtækinu Sagamedia ehf. en engar eignir voru í búinu. Alls námu lýstar kröfur í búið rúmlega 63 milljónum króna. Fyrirtækið gaf út vinsæl borðspil á borð við Alias, Partý-Alias og Fjölskyldu-Alias auk þess sem það hafði ætlað sér að fara út í hugbúnaðargerð með útgáfu smáforrita.

Meðal annars ætlaði fyrirtækið að gefa út smáforritin Where is Katja og Build a bug. Þess má geta að Alias var vinsælasta borðspilið á Íslandi jólin 2009, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Sagamedia.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.