*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 28. september 2021 17:01

Útgerðarfélögin hækkað um 13%

Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar og Brims hefur hækkað um 13% frá lokun Kauphallarinnar á föstudaginn.

Ritstjórn

Eftir miklar hækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðnum í gær, þá lækkaði úrvalsvísitalan um 0,4% í 8,7 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Lækkun vísitölunnar skýrist einkum af því að gengi Marels féll um 1,7% í dag en Iceland Seafood lækkaði einnig um 2,3% og Hagar um 1,5% í viðskiptum dagsins.

Mesta breytingin var hins vegar hjá útgerðarfélögunum Síldarvinnslunni og Brim sem hækkuðu bæði um meira en 5% í dag en félögin voru einnig hástökkvarar gærdagsins. Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar stendur nú í 77 krónum og hefur hækkað um 13% frá lokagenginu á föstudaginn. Brim náði sínu hæsta gengi frá skráningu í 62 krónum og hefur hækkað um 13,6% frá því að Kauphöllinni opnaði í gær.

Hækkunin á hlutabréfagengi útgerðarfélaganna kann að skýrast af úrslitum kosninganna en Hagrannsóknastofnun tilkynnti einnig í dag um að fyrir séð er að aflamark á loðnu verður aukið fyrir komandi vertíð, eftir frumniðurstöður leiðangurs rannsóknarskipa.

Mesta veltan í Kauphöllinni var með hlutabréf Arion banka sem hækkuðu um 2% í 2,9 milljarða viðskiptum. Gengi Kviku banki hækkaði einnig um 2,5% í 1,2 milljarða veltu.

Á First North markaðnum hækkaði flugfélagið Play um 3,1% í 333 milljóna króna viðskiptum. Gengi félagsins hefur hækkað um 12% á einni viku og stendur nú í 23,1 krónu á hlut.