Handbært fé ríkissjóðs nam 15,1 milljarði króna í lok júlí. Þetta er talsverður viðsnúningur á milli ára en á sama tíma í fyrra var handbært fé neikvætt um 19,2 milljarða króna.

Fram kemur í greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu sjö mánuði ársins að innheimtar tekjur ríkissjóðs hækkuðu um 50,8 milljarða króna á milli ára en greidd gjödl um 19,4 milljarða. Í uppgjörinu er tekið fram að nokkur munur er á greiðsluuppgjöri annars vegar og uppgjöri á rekstrargrunni eins og ríkisreikningur er gerður eftir hins vegar. Hann felst einkum í því að í greiðsluuppgjöri er ekki tekið tillit til ýmissa fjárskuldbindinga og krafna sem áfallnar eru á árinu bæði á tekju- og gjaldahlið sem hafa ekki haft áhrif á greiðslur úr ríkissjóði.