Árið 2009 var fyrsta árið í tæpa tvo áratugi sem tekjur sveitarfélaga lækkuðu á milli ára.

Útgjöld sveitarfélaganna lækkuðu reyndar líka, en á meðan tekjurnar lækkuðu um rúma 4 milljarða lækkuðu útgjöldin þó aðeins um rúma 2 milljarða.

Í prósentum talið drógust útgjöldin þó saman um 1% á milli ára í fyrra en tekjurnar um 2%.

Þetta sýna tölulegar upplýsingar sem koma fram í Árbók sveitarfélaga 2010 sem gefin var út í lok október.

Þar kemur einnig fram að útgjöld sveitarfélaga mældust 13,6% af landsframleiðslu í fyrra, samanborið við 14% árið áður.

Heildarútgjöld sveitarfélaga hafa aukist um 150% að nafnvirði frá árinu 2000 og voru í fyrra um 204 milljarðar króna. Árið 2000 námu heildarútgjöld sveitarfélaga tæpum 82 milljörðum króna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .