Útgreiðslur til erlendra kröfuhafa úr búum föllnu bankanna og greiðslur til innlendra aðila í erlendum gjaldeyri gæti veikt lánasöfn banka og lánastofnana, aukið vanskil og skapað lausafjárskort hjá innlánsstofnunum.

Áætlað er að kröfurhafa fái 190 milljónir króna en innlendir aðilar 270 milljarða í erlendri mynt. Nýjustu breytingar á lögum um gjaldeyrismál draga úr líkunum á verulegum óstöðugleika vegna greiðslna til kröfuhafa, að því er fram kemur í ritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabankinn hefur gefið út. Fram kemur í ritinu að álagspróf á laust fé banka og lánastofnana sýni að þær eigi að vera nokkuð vel í stakk búnar að ráða við útflæðið.

Þá kemur fram í ritinu að helsta hindrunin við að afnema gjaldeyrishöftin skjótt eru lausar eða auðseljanlegar krónueignir í höndum erlendra aðila. Þessar eignir eru í dag metnar á 425 milljarða króna, sem jafngildir 26% af vergri landsframleiðslu.