Útlán banka og sparisjóða til innlendra aðila lækkuðu um tæplega 58 milljarða króna í apríl, að því er fram kemur í upplýsingum frá Seðlabanka.

Mest var lækkunin á gengisbundnum skuldabréfum, sem lækkuðu um rúma 28 milljarða króna.

Yfirdráttarlán lækkuðu um 8,9 milljarða króna, óverðtryggð skuldabréf um 10,4 milljarða króna og verðtryggð skuldabréf um 6,2 milljarða króna.