Einkavæðingarnefnd hefur verið falið að hefja undirbúning að sölu á útlánasafni Lánasjóðs landbúnaðarins og yfirtöku helstu skulda hans, segir í tilkynningu til til Kauphallar Íslands.

Landbúnaðarráðherra er heimilað að selja allar eignir og semja um yfirtöku skulda lánasjóðins samkvæmt lögum sem tóku gildi fyrr á þessu ári.

Lántaka lánasjóðsins, samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi ársins 2004, nam 15,2 milljörðum króna en í útlán í formi skuldabréfalána um 15,6 milljörðum. Sjóður og kröfur á lánastofnanir nemur um 2,9 milljörðum, segir í tilkynningunni.

Tilboð frá aðilum sem uppfylla skilyrði Einkavæðingarnefndar skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 5. ágúst.