Ársfundur Útflutningsráðs Íslands verður á Nordica Hótel, sal A, í dag 18. apríl, kl. 15-17 Yfirskrift fundarins er yfirtökur. Athafnasemi íslenskra fjárfesta hefur vakið heimsathygli og um fjárfestingarnar hefur verið fjallað í öllum helstu viðskiptatímaritum heims. Á fundinum verður rakið hvernig Bakkavör bar sig að á breska markaðnum, við kynnumst því hvernig farið er að því að stýra fyrirtækjum sem vaxa á örskotshraða og við heyrum um landvinninga íslenskrar bankastarfsemi.

Ársfundurinn er öllum opinn.