Ríkisfjármálin fengu furðu litla umræðu í kosningabaráttunni. Þetta kemur á óvart í ljósi þess að endurskoðun ríkisfjármálanna, auk endurreisnar bankakerfisins, er brýnasta verkefni stjórnmálanna.

Um leið er þetta skiljanlegt, því að endurskoðun ríkisfjármálanna er gífurlega erfitt verkefni sem verður án efa til óvinsælda fallið fyrir þá sem nærri því koma.

Samkvæmt fjárlögum sem samþykkt voru á alþingi rétt fyrir jól, eftir að hafa farið í gegnum endurskoðun og niðurskurð í kjölfar hrunsins, verður hallarekstur ríkissjóðs rúmir 150 milljarðar króna á þessu ári.

Ekkert í mannlegu valdi getur komið í veg fyrir gríðarlegan hallarekstur í ár og þegar fjárlögin eru skoðuð virðist hallinn að óbreyttu síst ofmetinn. Spurningin er hins vegar sú hvort verkefnið er vonlaust eða hvernig hægt er að ná hallanum.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í sérstakri úttekt um ríkisfjármálin í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .