Breytingar á dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins hafa verið í brennidepli og ekki allir á eitt sáttir. Þegar litið er til aldursdreifingar í hlustun útvarpsstöðva sést hins vegar vandinn í hnotskurn, einkum er varðar rás 1.

Vandinn er sá að hlustendur Rásar 1 eru að deyja út. Bókstaflega. Nánast allir hlustendurnir eru yfir sextugu, langflestir yfir sjötugu, en aðrir eru varla með. Þetta er ekki í samræmi við þróun hjá samsvarandi útvarpsstöðvum í nágrannalöndunum.

Þær hafa vissulega yfirburði í elstu aldurshópunum, en munur– inn er sá að þær hafa ekki aðeins haldið í miðaldra hlustendur, heldur sótt í sig veðrið, eftir því sem fólk á besta aldri hefur flúið aukna æskudýrkun í sjónvarpi. Þetta mætti auðveldlega laga, einfaldlega með því að færa allt talútvarp yfir á rás 1 og skilja aðeins tónlist eftir á rás 2. Nú eða loka henni.