Ögmundur jónasson
Ögmundur jónasson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Uppfærð kostnaðaráætlun vegna Vaðaheiðarganga er 10.957 milljónir króna samkvæmt byggingarvísitölu í ágúst 2011. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ef miðað við byggingarvísitölu í desember 2012 er upphæðin 11.421 milljón króna með virðisaukaskatti.

Kostnaðaráætlunin miðast við lægsta tilboð frá verktökunum IAV/Marti.

Staðan á fjármögnun er samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins að samningur um lán á milli Vaðlaheiðarganga hf. og fjármála- og efnahagsráðuneytis sé nú tilbúinn til undirritunar.

Talið er að um 80 manns munið starfa við gerð ganganna að meðaltali í þrjú og hálft ár.

Vaðlaheiðargöng verða 7,4 kílómetrar að lengd.
Vaðlaheiðargöng verða 7,4 kílómetrar að lengd.
© Aðsend mynd (AÐSEND)