Ekkert leyndarmál er að rekstur Gogogic hefur verið erfiður undanfarin ár. Breytingar hafa verið gerðar á rekstrinum. Framkvæmdastjórinn, Jónas Anton Björgvinsson, er hættur störfum og skrifstofurnar fluttur úr Kauphallarhúsinu við Laugaveg upp í Brautarholt.

Magnús Ragnarsson, stjórnarformaður Gogogic, segir í samtali við Viðskiptablaðið að skorið hafi verið eins mikið niður og hægt var.

Í ársreikningi Gogogic fyrir árið 2011 segir í áritun endurskoðanda að í ljósi skuldastöðu Gogogic leiki verulegur vafi á rekstrarhæfi fyrirtækisins. Óráðstafað eigið fé var neikvætt um 137,1 milljón króna og rekstrarhalli undanfarinna ára var orðinn liðlega 460 milljónir króna. Helsta eign félagsins var þróunarkostnaður sem óvissa er um hvenær fer að skila tekjum og hvað þurfi að kosta miklu til að hann verði tekjuhæfur. Í upp „Skammtímaskuldir eru 222 milljónum króna hærri en veltufjármunir þannig að félagið getur ekki staðið við skuldbindingar sínar án verulegs nýs eigin fjár,“ segir í árituninni.