Núverandi fyrirkomulag við val á stjórnum lífeyrissjóða miðar út frá fulltrúalýðræði og á að tryggja jafnvægi milli ólíkra hagsmuna, langtímastöðugleika og vönduð vinnubrögð. Margir telja þó að sjóðirnir endurspegli ekki þá staðreynd að iðgjöldin koma frá launþegum og vilja endurskoða hvernig valið sé í stjórnir lífeyrissjóða. Hins vegar líta margir á lífeyrissjóði sem hluta af kjarasamningi og þess vegna sé nauðsynlegt að vera bæði með fulltrúa launþega og atvinnurekenda við borðið. Í núverandi fyrirkomulagi hafa Samtök Atvinnulífsins og fjármálaráðherra töluverð áhrif á val stjórna lífeyrissjóðanna. Samtök Atvinnulífsins velja 14% og Fjármálaráðherra 16% af stjórnarmönnum allra stærstu lífeyrissjóða á landinu.

-Nánar í Viðskiptablaðinu