*

sunnudagur, 26. september 2021
Innlent 22. mars 2018 10:05

Vala nýr framkvæmdastjóri Framtíðarinnar

Vala Halldórsdóttir, hefur starfað í hugbúnaðar- og nýsköpunargeiranum síðasta áratug.

Ingvar Haraldsson
Vala tekur við starfinu af Hrólfi Andra Tómassyni.
Haraldur Guðjónsson

Vala Halldórsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, segir í viðtali við Viðskiptablaðið mikla eftirspurn hafa verið eftir nýjum lánum Framtíðarinnar sem félagið hóf að bjóða á síðasta ári, húsnæðislán og almenn lán til viðbótar við námslán fyrirtækisins. „Í húsnæðislánunum duttum við greinilega inn á eitthvað sem fólk þurfti á að halda,“ segir Vala. Nokkur þúsund manns hafi tekið slík lán hjá Framtíðinni, en fyrirtækið er í eigu sjóðs í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. „Það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað við höfum náð að hjálpa mörgum, sérstaklega fyrstu kaupendum,“ segir Vala.

Vala tekur við starfinu af Hrólfi Andra Tómassyni. Hún er með BSc gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað í hugbúnaðar- og nýsköpunargeiranum frá útskrift árið 2008, þar á meðal lengi vel hjá leikjafyrirtækinu Plain Vanilla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.