Þann 1. september síðastliðinn tók Samorka við rekstri aðalskrifstofu Alþjóða jarðhitasambandsins, IGA, og mun hún verða þar næstu fimm árin. Valgarður Stefánsson, jarðhitasérfræðingur á Orkustofnun var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins. Frá 1. september var hann í hálfri stöðu á Orkustofnun en hefur nú látið af störfum þar og helgar starfskrafta sínu að fullu hinu nýja starfi.

Valgarður hefur verið einn helsti jarðhitasérfræðingur Orkustofnunar til margra ára.