*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Erlent 9. janúar 2014 10:31

Vandræðagangur í bandarískri verslun

Stórverslunin Macy's segir upp 2.500 manns og hagræðir í rekstri.

Ritstjórn

Stjórnendur bandarísku stórverslunarinnar Macys ætla að segja upp 2.500 manns og loka fimm verslunum. Aðgerðirnar eru liður í hagræðingu í rekstri verslunarinnar í kjölfar samdráttar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar spari fyrirtækinu 100 milljónir dala á ári, jafnvirði tæpra 11,7 milljarða íslenskra króna. 

Rekstrarfélag Macy's rekur jafnframt stórverslun Bloomingdales. Hjá báðum fyrirtækjum vinna samtals 175 þúsund manns í 844 verslunum.

Haft er eftir Terry Lundgren, forstjóra Macy's, í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær að leitað hafi verið leiða til að hagræða í rekstrinum. 

Bandaríska fréttastofan CNN segir Macy's ekki einu verslunina sem glími við vanda. 

Stikkorð: Macy's Bloomingdales