Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var til fangelsisvistar í Al-Thani málinu, mun mögulega fara fram á endurupptöku málsins á næstu vikum vegna meints misskilnings Hæstaréttar Íslands í dómsforsendunum.

Viðskiptablaðið kannaði tengsl nefndarmanna endurupptökunefndar við persónur og leikendur í málinu , en athugun blaðsins sýnir að nær allir nefndarmenn, fyrir utan einn, eru tengdir dómurum eða sækjendum málsins á einn eða annan hátt.

Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar, segir málið ekki komið á borð nefndarinnar. Hann segir nefndarmenn ekki geta tekið afstöðu til hæfis í ákveðnum málum fyrr en beiðni um endurupptöku sé komin fram.

Þórólfur Jónsson, lögmaður Ólafs, segist treysta því að þeir sem taki málið til afgreiðslu, komi til hennar, fullnægi þeim hæfisskilyrðum sem gildi. „Ég reikna með því að menn víki sæti ef þeir eru vanhæfir.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .