Það getur reynst erfitt að breyta því sem þarf að breyta á vinnustöðum jafnvel þótt allir viti hverju þurfi að breyta. DanielCable, prófessor í stjórnun við London Business School, segir að tilfinningar geti flækst fyrir nauðsynlegum breytingum á vinnustað og að vanafesta sé ákveðin birtingarmynd þessa.

Cable verður aðalræðumaður Viðskiptaþings árið 2015 og mun hann í erindi sínu fjalla um þær aðferðir sem leiðtogar geta beitt til að innleiða breytingar á farsælan hátt, meðal annars í samtökum með marga ólíka hagsmunaaðila líkt og hjá hinu opinbera.

„Starfsaðferðir og ferlar breytast í vana og vani gerir allar breytingar erfiðar. Vanar geta hlutlægt séð verið slæmir og óhagkvæmir fyrir vinnustaðinn, en tilfinningalega virðast þeir réttir. Fólk getur vanist mjög mörgu og óttinn við breytingar er tilfinningalegs eðlis. Þegar breyta á starfsaðferðum, ferlum eða vinnustaðarmenningu þá verður að virkja tilfinningarnar á réttan hátt til að ná sem mestum árangri.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .