Vanskil virðast vera að aukast á Suðurlandi, að því er segir í frétt Sunnlenska. Þar segir að 10,1% Sunnlendinga átján ára og eldri séu í alvarlegum vanskilum, en Creditinfo vann úttekt um málið. Í maí síðastliðnum var þetta hlutfall 9,7%. Af 17.274 einstaklingum á þessum aldri á Suðurlandi eru 1.743 nú í vanskilum.

Aðeins á Reykjanesi er hlutfall einstaklinga í vanskilum hærra en á Suðurlandi, en þar er hlutfallið um 16%. Alvarleg vanskil varða í flestum tilvikum kröfur sem eru komnar í milli- eða löginnheimtu og mörg þeirra fengið afgreiðslu dómstóla og sýslumannsembætta.