Komatsu umboðið Kraftvélar og tengd fyrirtæki voru lýst gjaldþrota í gær, en fyrirtækið hefur verið í fararbroddi á vinnuvélamarkaði í mörg ár. Eigandinn Ævar Þorsteinsson er þó ekkert á því að leggja árar í bát.

„Þetta er sorglegt þar sem fyrirtækið hefur verið eitt af bestu fyrirtækjum landsins og kosið fyrirmyndarfyrirtæki á síðasta ári. Þá var starfsfólkið allt einvala lið, en þetta var bara ekki vinnanlegt lengur. Ég er þó ekki hættur, ég mun nú einbeita mér að Vélum & þjónustu sem er einkum landbúnaðarfyrirtæki og mun reyna að halda þeim umboðum sem ég var með í Kraftvélum."

Ekkert hættur að baða mig

„Ég sagði við bankamennina um daginn; baðið mitt er orðið skítugt. Nú tek ég tappann úr og ætla að þrífa baðið mitt mjög vel. Svo set ég tappann í og læt renna í baðið aftur. Ég er ekkert hættur að baða mig.

Það þýðir þó ekkert að gefast upp og leggjast í þunglyndi. Við ætlum ekkert að hætta. Maður verður bara að reiða sig á allt annað en ríkisstjórnina," segir Ævar Þorsteinsson.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .