Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur varað við því að hættan á að hægingu hagvaxtar í alþjóðaumhverfinu muni aukist verulega á næstunni. IMF spáir því að á þessu ári muni vöxtur aukast um 5,1%, sem er aukning fimmta árið í röð. En hættan á hægingu vaxtar eftir það hefur ekki verið meiri síðan 2001, en IMF telur að 17% líkur séu á því að vöxtur fari niður fyrir 3,25% árið 2007.

Aðvörun gjaldeyrissjóðsins verður birt á næsta fundi G7 ríkjanna í Singapore í næstu viku, en hún kemur í kjölfar hægingar á fasteignamarkaði Bandaríkjanna og aukinna verðbólguvæntinga sem hafi neytt seðlabanka til að hækka stýrivexti að undanförnu.

Gjaldeyrissjóðurinn segir óvissu ríkja um hvort vöxtur alþjóðaefnahagsins muni ná eðlilegu horfi eða hvort hann muni hrapa. Sjóðurinn telur líklegt að herða gæti þurft á peningamálastefnu í Bandaríkjunum og einhverja aðgerða gæti þurft á Evrusvæðinu.