„Þegar framkvæmdum lýkur eru áhrifin jafn neikvæð og þau voru jákvæð þegar framkvæmdin fór af stað," segir Hörður Arnarson,forstjóri Landsvirkjunar í erindi sínu á haustfundi fyrirtækisins á Hótel Nordica sem nú stendur yfir. Í erindi hans kom fram að það sé arðsemi framkvæmda sem skili varanlegum hagvexti en ekki framkvæmdin sjálf.

Í erindi sínu hefur Hörður meðal annars farið yfir stefnu Landsvirkjunar og þær meginstoðir sem stefnan hvílir á. Hann segir skilvirka orkuvinnslu og framþróun, fjölbreyttan hóp viðskiptavina og tengingu við evrópska orkumarkaði vera þrjár grunnstoðir fyrirtækisins sem myndi stefnu Landsvirkjunar.