Bandarískir þingmenn verða að gera allt hvað þeir geta til að koma í veg að landið fari fram af fjárlagaþverhnípinu svokallaða, að sögn Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þverthnípið (e. fiscal cliff) eru blanda af skattahækkunum og niðurskurði á ríkisútgjöldum sem að óbreyttu taka gildi vestanhafs eftir áramótin.

Margir hafa varað við þverhnípinu upp á síðkastið. Það gerði m.a. Rober Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, í erindi sínu á haustfundi MP Banka á dögunum.

Fjárlagaþverhnípið er í raun tvíeggjað. Annars vegar þykir hætta á að áhrifin geti dregið úr hagvexti og hugsanlega skellt landinu niður í kreppu á nýjan leik. Verði á hinn bóginn fallið frá eða dregið úr skattahækkunum og boðuðum niðurskurði er talin hætta á að þjóðarskuldir Bandaríkjanna aukist enn frekar og líkur á að lendi í skuldavanda svipuðum þeim sem hrjáir evrusvæðið.