Yfirdráttarlán heimilanna aukast á ný um þessar mundir eftir að hafa dregist saman á síðari hluta ársins 2003 og á árinu 2004. Endurspeglar þetta vaxandi einkaneysla umfram vöxt kaupmáttar neytenda. Munurinn er m.ö.o. fjármagnaður að hluta með dýrum lánum. Þegar síðasta uppsveifla stóð sem hæst jukust yfirdráttarlán heimilanna umtalsvert og voru mörgum áhyggjuefni segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Í lok ágúst síðastliðins námu yfirdráttarlán heimilanna um 63,5 milljörðum króna og höfðu þá vaxið um ríflega 5% frá sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir því að hvert heimili í landinu hafi skuldað um það bil 600 þúsund krónur í yfirdrátt í ágústlok. Meðalvextir yfirdráttarlána eru í dag um 20%. Samkvæmt þessu borgar meðalheimilið um 120 þúsund krónur í vexti á ári vegna yfirdráttar.

Byggt á Morgunkorni Íslandsbanka.