Kastljós fjármálamarkaða beinist að vaxtaákvörðun bandaríska seðlabankans í dag. Hún verður í rauninni tekin í þoku vegna óvissu um horfur í efnahagsmálum þar vestra.

Væntingar eru um að Ben Bernanke seðlabankastjóri og félagar hans í stýrivaxtanefnd bandaríska seðlabankans muni lækka vexti um 25 punkta - niður í 4,5% - en sumir telja jafnvel að 50 punkta vaxtalækkun sé yfirvofandi. Minnihluti sérfræðinga leiðir þó líkur að því að stýrivaxtanefndin haldi að sér höndum.

Sjá erlendar fréttir í Viðskiptablaðinu í dag.