Vaxtagjöld ríkissjóðs eru mun lægri á þessu ári en gert var ráð fyrir í fjárlögum enda hafa vextir verið mun lægri en gert var ráð fyrir. Þegar tekið er tillit til verðbólgu hafa raunvextir verið enn lægri. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar á fundi með blaðamönnum og sérfræðingum í tilefni af vaxtahækkun Seðlabankans.