Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, þykir líklegust til að taka við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, samkvæmt veðmálasíðunni Ladbrokes. Líkurnar sem Lagarade eru gefnar eru 3 gegn 1, sem þýðir að sá sem veðjar á að hún taki við starfinu þrefaldar fjárfestingu sína.

Hægt er að leggja undir á rúmlega 20 einstaklinga sem veðmálasíðan telur að komi til greina sem arftaki Dominique Strauss-Kahn. Næstir á eftir Lagarde koma Mario Draghi seðlabankastjóri Ítalíu, John Lipsky aðstoðarframkvæmdastjóri sjóðsins og Gordon Brown, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Stuðullinn á Draghi er 8 en 9 á Lipsky og Brown.

Samkvæmt síðunni þykir ólíklegt að Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans, taki við starfinu. Líkurnar á þeirri niðurstöðu eru 26 á móti 1.