Í umsögn Ríkisendurskoðunar á Fjárlögum 2016 bendir stofnunin á að Vegagerðin sé í 17,2 milljarða skuld við ríkissjóð.

Uppsafnaður halli Vegagerðarinnar á undanförnum árum er 18,7 milljarðar króna. Það þýður að stofnunin hefur farið fram úr fjárlögum og fjáraukalögum sem þessu nemur.

Þetta þýðir annað tveggja. Vegagerðin þarf að draga úr framkvæmdum og nýta hluta af fjárheimildum sínum til að endurgreiða ríkissjóði, eða stórauka þarf fjárheimildir stofunarinnar á næstu árum til að jafna skuldina.

Segir yfirlti fjárlaga ekki nógu greinargóð

Ríkisendurskoðun gagnrýnir einnig í umsögn sinni að séryfirlit fjárlaga sé ekki nógu greinargott. Um þetta segir í umsögninni:

Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að vekja athygli á séryfirliti 3 í fjárlögum sem að mati stofunarinnar er ekki nógu greinargott. Rétt er að taka fram að framsetning þessa yfirlits hefur verið óbreytt í áraraðir. í 23. gr. laga um fjárreiður ríkisins kemur fram að í frumvarpi til fjárlaga skuli vera sérstakt yfirlit um stöðu og ráðstöfun markaðra tekna og lögbundinna framlaga. í yfirlitinu eru einungis tilgreindar sjóðshreyfingar og eiga þær að endurspegla innheimtu teknanna en ekki álagningu þeirra.

Þetta er á skjön við meginhugmynd fjárlaga og ríkisreiknings sem eiga að sýna tekjur og gjöld á rekstrargrunni. Ráðstöfun innheimtunnar, sem greiðsla úr ríkissjóði er sýnd með sama formerki og innheimtan og getur það valdið ruglingi þegar lesa þarf saman markaðar tekjur sem koma af mörgum tekjustofnum en ganga til sömu stofnunarinnar. Þá má einnig nefna að fyrir kemur að jöfnunartala er tilgreind sem „viðskiptahreyfing" ýmist með sama formerki og aðrar tölur í yfirlitinu eða neikvæðu formerki.