Deutsche Bank í Bandaríkjunum stóðst ekki álagspróf Seðlabankans þar í landi. Prófinu er ætlað að kanna hvort bankarnir geti staðið af sér annað fjármálahrun en 31 banki af þeim 35 bönkum sem voru til skoðunar stóðust prófið.

Í tilfelli Deutsche Bank sýndi prófið að víðtækir og alvarlegir vankantar væru á vissum þáttum í starfsemi bankans. Það sýndi að veikleikar séu í þeim aðferðum og forsendum sem bankinn notar til að gera fjármálaáætlanir fyrir áföll.

Prófið metur það meðal annars hvort að bankar búi yfir nægu fjármagni til að standast áföll sem geta átt sér stað í hagkerfinu.

Álagsprófið hefur verið framkvæmt af Seðlabanka Bandaríkjanna á hverju ári síðan fjármálahrunið varð.