„Mesti skellurinn verður þegar stóru veitingahúsin, hótelin og bakar- íin þurf að vísa gestunum frá. Svo mun auðvitað verkfall í kjötvinnslum hafa mikil áhrif, en þar starfa kjötiðnaðarmenn,“ segir Níels S. Olgeirsson, formaður Matvís, í samtali við Morgunblaðið .

Rafiðnaðarsambandið, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Matvís stefna að því að hefja verkfallsaðgerðir næsta miðvikudag nái félögin ekki samningum við Samtök atvinnulífsins fyrir þann tíma. Fyrirhugað verkfall Matvís mun hafa víðtæk áhrif á veitingarekstur, en í félaginu eru meðal annars bakarar, kjötiðnaðarmenn og matreiðslu- og framreiðslumenn.

Ingólfur Einarsson, hótelstjóri Grand hótels, segir í samtali við Morgunblaðið að hótelið ætli sér að troða marvaðann í gegnum verkfallið. „Þetta hefur áhrif á okkur en engu að síður eru nemar ekki að fara í verkfall þannig að við björgum okkur, geri ég ráð fyrir. Svo erum við nátt- úrulega með aðstoðarfólk og fólk í öðrum félögum sem vinnur í eldhúsi og sal,“ segir hann.

Hins vegar hefur Morgunblaðið eftir Eiríki Inga Friðgeirssyni, eiganda á Gallery Restaurant á Hóteli Holti, að þar verði erfitt að halda uppi þjónustu. „Ég býst við að við þurfum að loka eins og aðrir staðir,“ segir hann.