Bandaríski bíllinn Chevrolet Volt var frumsýndur á Íslandi sl. föstudag en það er Bílabúð Benna, umboðsaðili Chevrolet hér á landi, sem flytur bílinn inn. Volt er bæði rafmagnsbíll og bensínbíll en bíllinn getur einnig framleitt raforku í bensínakstri. Samkvæmt kynningu bílsins á hann að komast um 60 km á rafhleðslu en eftir það tekur bensínnotkunin við. Bíllinn kostar þó sitt, því nýr bíll úr kassanum kostar um 7,3 milljónir króna.

Það var vel mætt á forsýninguna og margir greinilega áhugasamir um hinn nýja bíl. Volt var og útnefndur Bíll ársins 2011 af bæði Automobile Magazine og fagritinu Motor Trend. Hann hefur jafnframt hlotið sæmdarheitið „Umhverfisbíll ársins 2011“ hjá tímaritinu Green Car Journal.

Chevrolet Volt forsýndur í Bílabúð Benna
Chevrolet Volt forsýndur í Bílabúð Benna
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Bennar, ávarpar gesti.

Chevrolet Volt forsýndur í Bílabúð Benna
Chevrolet Volt forsýndur í Bílabúð Benna
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Páll Helgason, Bjarney Einarsdóttir, Þórunn Oddsdóttir og Örn Ottesen Hauksson voru hæstánægð með sýninguna.

Chevrolet Volt forsýndur í Bílabúð Benna
Chevrolet Volt forsýndur í Bílabúð Benna
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Benedikt draga seglið af nýjum Chevrolet Volt.