Það sem af er desember hefur veltan á milli ára dregist umtalsvert saman, segir greiningardeild Landsbankinn. Munur eykst töluvert ef frá er talin 50 milljarða króna velta með bréf FL Group, sem að mestu var tilfærsla eignarhluta á milli eignarhaldsfélaga.

?Viðskiptin með bréf Straums-Burðaráss eru ekki heldur tekin með í reikninginn, enda er ekki stefnt að því að ljúka þeim fyrr en eftir viku. Ef horft er framhjá þessari veltu hefur veltan fyrri hluta desember dregist saman um rúm 40% á milli ára. Þá er dagsveltan það sem af er desember einungis um helmingur af meðalveltu ársins.

Sé litið til ársins sem heild, hefur velta á hlutabréfamarkaði verið sveiflukennd en það var hún einnig á síðari hluta árs í fyrra.

?Velta það sem af er fjórða fjórðungi hefur verið nokkuð yfir meðaltali ársins ef stóru viðskiptin í desember eru ekki undanskilin, annars snýst dæmið við. Dagsvelta þessa fjórðungs fram til dagsins í dag var að jafnaði 8,5 milljarða króna og jókst um 5% miðað við sama tímabil í fyrra. Ef horft er á árið í heild fram til þessa dags hefur dagsveltan á milli ára hins vegar aukist mun meira, eða um 80%,? segir greiningardeildin.

Hún bendir einnig á að gengi Úrvalsvísitölunnar hefur, líkt og veltan, sveiflast mun meira í ár en í fyrra, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti um gengisbreytingar einstakra mánaða.

?Úrvalsvísitalan hefur frá ársbyrjun hækkað um 16,5%, en á sama tímabili í fyrra hafði hún hækkað um 58%. Það sem af er fjórðungi hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 2,6% en á sama tímabili í fyrra hækkaði hún um tæp 15%,? segir greiningardeildin.