Það sem af er árinu hefur velta dregist saman um 40% frá síðasta ár og nemur 644 milljarðar. Í síðasta mánuði nam veltan 143 milljónum króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Mestu viðskipti í mánuðinum voru með bréf Glitnis banka 32 milljarðar, Kaupþings banka 28 milljarðar og Skipta 27 milljarðar.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,18% í mánuðinum og stóð í 5.211,53 stigum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 17,5%.

Af atvinnugreinavísitölunum hefur vísitala nauðsynjavöru lækkað mest eða um 31% en vísitala heilbrigðisgeira lækkað minnst eða um 1,52%.

Kaupþing banki var með mestu markaðshlutdeild með hlutabréf í mánuðinum eða 41%, þá kom Landsbanki Íslands með 17% og Glitnir banki með 15%.