Samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar var velta í dagvöruverslun 10,0% meiri í nóvember síðastliðnum en í sama mánuði árið 2004, á föstu verðlagi. Á hlaupandi verðlagi var hækkunin 7,8% á milli ára.

Sala á áfengi jókst um 12,4% á milli ára á föstu verðlagi en 12,0% á hlaupandi verðlagi. Nú er i fyrsta skipti reiknuð árstíðar- og viðskiptadagaleiðrétting fyrir vísitölunnar. Miðað við árstíðar- og dagatalsleiðrétta vísitölu er samdráttur uppá 1,6% í dagvöruverslun og 3,2% í áfengissölu á milli október og nóvember mánaða.