Skuldabréfavísitalan GAMMA:GBI hækkaði um 0,5% í febrúar. Óverðtryggð bréf lækkuðu samkvæmt GAMMAxi vísitölunni um 1,9% á móti 1,5% hækkun verðtryggðra bréfa samkvæmt GAMMAi.

„Þrátt fyrir útgáfu í óverðtryggðum bréfum þá lækkaði hlutfall þeirra úr 28,8% í 28,6% vegna lækkandi markaðsverðmætis þeirra,“ segir í mánaðarlegu eftirliti GAMMA. Líftími vísitölunnar hækkaði úr 9,13 árum í 9,19 ár. Meðaldagsvelta í febrúar var um 9,6 milljarðar króna en var 10,2 milljarðar í janúar.