peningar, 5738
peningar, 5738
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Velta virðisaukaskatts dróst saman um 1,2% í mars og apríl 2011 miðað við sömu mánuði árið áður. Veltan jókst um 3% í janúar og febrúar 2011 miðað við sama tímabil árið 2010. Enn dregst veltan saman í bygginga- og mannvirkjagerð eða um 7% í mars og apríl. Hún dróst einnig saman í fjármálaþjónustu, heildverslun, rafmagns- og hitaveitum og matvæla og drykkjarvöruiðnaði. Veltan jókst hins vegar í framleiðslu málma, flutningum með flugi, útgáfustarfsemi, fasteignaviðskiptum, starfsemi á sviði lögfræði, bókhalds, stjórnunar- og rekstrarráðgjafar og starfsemi arkítekta og verkfræðinga af því er fram kemur í greiningarefni IFS.