*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 20. janúar 2014 13:01

Veltu fyrir sér að losna við Existu

Stjórn Spron velti fyrir sér að selja hlutabréfaeign sparisjóðsins í Exista árið 2007. Ákveðið var að bíða með málið.

Ritstjórn

Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (Spron) ræddi um það árið 2007 hvort rétt væri að selja hlutabréfaeign sparisjóðsins í Exista. Hann var á þeim tíma stærsti hluthafi sparisjóðsins. Niðurstaðan var sú að halda að sér höndum enda bentu spár til þess að markaðurinn myndi leita jafnvægis. Af því varð hins vegar ekki og dró gengislækkun á mörkuðum sparisjóðinn niður. FME tók hann svo yfir 21. mars árið 2009.

Sparisjóðurinn var nátengdur Kaupþingi og einn af stærstu hluthöfum Existu sem aftur var stærsti hluthafi Kaupþings. Um tíma var jafnframt stefnt að því að Spron sameinaðist Kaupþingi. Þegar skilanefnd tók Kaupþing yfir í október árið 2008 var hlutabréf Exista í bankanum verðlaus. Skilanefnd tók svor yfir lyklavöldin í Spron í mars árið 2009.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Spron