Veltan í sumar á Nordic Exchange hefur verið mjög lífleg segir í frétt Kauphallarinnar. Meðal dagsvelta á hlutabréfamarkaði í júlí var 67% meiri en á síðasta ári (393,2 billjónir samanborið við 267,7 billjónir í júlí 2006) og fjöldi viðskipti á dag jókst um 85% (173.250 viðskipti samanborið við 93.470 viðskipti í júlí 2006).

Í mánuðinum voru 7 félög skráð í Norrænu Kauphöllina og er fjöldi félaga því orðinn 840.


Velstumesti geiri í mánuðinum var iðnaður en veltan nam 2.174,1 billjónum (2.212,9 billjónir í júní 2007). Næst veltumesti geiri er upplýsingatækni með 1.817,0 billjóna veltu (1.978,2 billjónir í júní 2007).