Ég er með algjöra fjallabakteríu,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ. Hann fer mikið á fjallaskíði á veturna. „Á sumrin er ég í klettaklifri og fjallahjólum sem tengist smá adrenalínfíkn og léttri ofvirkni, því ég er líka að hlaupa og hjóla,“ segir hann. En fjölskylda Kolbeins tekur mikinn þátt í hreyfingunni.

Kolbeinn Árnason er fæddur 1971 og verður því 43ja ára gamall í ár. Hann er sonur hjónanna Árna Kolbeinssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, og Sigríðar Thorlacius lögfræðings. Það var því engin tilviljun að hann skyldi hafa ákveðið að leggja stund á lögfræðinám að loknu stúdentsprófi. Eiginkona Kolbeins, Eva Margrét Ævarsdóttir, er einnig lögfræðingur að mennt. Saman eiga þau Kolbeinn og Eva eina dóttur. Þegar Kolbeinn er ekki að sinna störfum sínum fyrir LÍÚ stundar hann mikla hreyfingu af margvíslegum toga. „Ég er í alls konar einkennilegum hlutum,“ segir hann.

Ítarlega er rætt við Kolbein í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .