?Ofurlaun væru ekki fyrir hendi sem vandamál í stjórnmálum ef ekki hefði náðst ?ofurárangur" bæði í hagnaði og ekki síður í virðisaukningu hlutafjár í nokkuð mörgum alþjóðlegum fyrirtækjum sem eiga rætur á Íslandi," segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, í grein í Morgunblaðinu í dag undir fyrirsögninni ?Uppskrift að velsæld".

Hann bendir einnig á að ef hróflað verði við því skattaumhverfi sem nú er við lýði varðandi fjármagnstekjuskatt, þá megi búast við að hátekjumennirnir flytji sitt aðsetur einfaldlega þangað sem skattaumhverfið er hagstæðara.

?Ég leyfi mér að efast um að hugmyndir um að taka meira af stjórnendalaunum til ríkisins, setja lög um hámarkslaun fyrir stjórnendur, t.d. 1.636.000 ? á mán. ? eða beita stjórnarmönnum lífeyrissjóða sem launalöggum, skili ?stéttausu" samfélagi. Íþyngjandi sérreglur og sérviska mundu auk þess leiða til feluleiks eða flutnings starfsmanna, starfa og fyrirtækja frá Íslandi," segir Sigurður

Ég tel beinlínis varasamt að lífga upp á gömul hugtök um stéttaskiptingu vegna vaxandi tekjumismunar. Í okkar samfélagi hefur kunnátta og hugmyndaauðgi komið í stað lands, tækja og fjármagns sem hreyfiafl efnahagslífsins. Sé vilji til þess að áframhald verði á aukinni velsæld þjóðarinnar í efnahagslegum skilningi er mikilvægt að hrekja ekki burt, eða drepa í dróma einmitt það sem hefur verið drifkraftur aukinnar velsældar undanfarinna ára. Slíkt myndi rýra þjóðarhag en ekki efla," segir hann í grein sinni í Morgunblaðinu.